Hvolpaleiðbeiningar

BARKING HEADS - HVOLPALEIÐSÖGN 

brown and white puppy

Að eignast hvolp er dásamlegt, spennandi og áhugavert tímabil!

Svo hér að neðan höfum við sett saman nokkur af okkar bestu ráðum svo þú getir stokkið af stað inn í nýja tíma...... 

Fyrst, aðeins um Barking Heads

Hjá Barking Heads er að finna stóra línu af hágæða hundamat fyrir allan aldur og stærðir hunda.  Öll fóðurlínan inniheldur náttúruleg innihaldsefni, ásamt ríkulegu magni af vítamínum og steinefnum, til að tryggja að hundurinn fái alltaf bestu mögulegu næringu.

Við tryggjum að allar okkar vörur er algjörlega lausar við efnafræðileg litarefni, bragðefni og rotvarnarefni ásamt því að þær innihalda hágæða kjöt, fisk, lækningajurtir, ávexti og grænmeti. 

Sem sagt, við látum þig hafa allt sem þarf til að fóðra hamingjusama og heilbrigða hunda. 

Við erum líka stolt af því að geta staðfest að vörurnar okkar eru vottaðar af  PFMA (Pet Food Manufacturers Association) (www.pfma.org.uk), The Ethical Company Organisation (www.ethical-company-organisation.org), The Good Shopping Guide (www.thegoodshoppingguide.com)

Hvað setjum við í Hvolpamatinn?

Kjöt & Fiskur

Það hefur alltaf undrað okkur hve lítið kjöt er í sumu gæludýrafóðri.  Kjöt og fiskur eru nauðsynlegur prótíngjafi fyrir alla hunda.  Þess vegna inniheldur hvolpamaturinn okkar 85% kjöt og fisk, hráefni sem eru hæf til manneldis.  Þannig getur þú verið fullviss um að vera að gefa hvolpinum þínum það best sem völ er á.
En hvers vegna notum við blöndu kjöts og fisks?  Því þetta eru ríkar uppsprettur góðs prótíns sem eru hvolpinum þínum nauðsynleg.  Svo bætum við þetta allt upp með góðum og bráðnauðsynlegum fitusýrum, vítamínum og steinefnum.

Kolvetni & Korn Við erum stolt af því að allur hvolpamaturinn okkar er 100% án kornmetis.  Við notum mismunandi kolvetnagjafa, eins og sætar kartöflur og kartöflur, í stað hvítra hrísgrjóna og hafra.  Sætar kartöflur og kartöflur samanstanda af bæði uppleysanlegum og óuppleysanlegum trefjagjöfum, sem bæta meltinguna og henta mjög vel hundum sem eru með óþol fyrir kornmeti.
Olía & Fita Við notum bæði laxalýsi - sem er frábær uppspretta Omega-6 fyrir heilbrigða húð og feld og svo einnig Sólblómaolíu - sem er fjölómettuð fita sem gefur GLA, sem er einnig mikilvæg fyrir heilbrigða húð og feld.  
Liðir & Liðamót Flestar vörurnar okkar innihalda sérstakan bætiefnapakka fyrir liði og liðamót.  Þetta hjálpar fullvöxnum hundum að viðhalda fimi og góðri heilsu beina.  Við setjum þessi bætiefni líka í hvolpamatinn, því við trúum því að lengi búi að fyrstu gerð!
Silungur Rík uppspretta Omega-3 fitusýra og auðmeltanlegt prótín.
Andoxunarefni & Rotvörn Barking Heads™ notar aldrei efnafræðileg litarefni, bragðefni eða rotvarnarefni.  Þessi efni eru STÓRT NEI NEI.  Þess í stað notum við blöndu náttúrulegs alpha E vítamíns til að koma í veg fyrir að fóðrið okkar rotni og einnig til að styrkja ónæmiskerfi hvolpsins.

Hver er ávinningurinn?

Heilbrigð húð

Húðin er stærsta líffæri hundsins, svo það er mikilvægt að tryggja heilbrigði hennar.  Húðin hefur nokkrur hlutverk, en kannski eru tvö þau mikilvægustu að vernda innri líffæri og viðhalda líkamshita.  Heilbrigð húð á að vera teygjanleg, mjúk og án nokkurra skemmda, ofvaxtar eða litarbreytinga.    

Feldur

Feldur hvolpsins viðheldur líkamshita hans og verndar húðina fyrir utanaðkomandi álagi, eins og frá sólinni. En einnig til að þeir líti vel út.  Heilbrigður feldur ætti að vera sveigjanlegur og gljáandi án flösu, fitu og vondrar lyktar.     

Kúkur og Piss

Kúkurinn er góður mælikvarði á gæði hvolpamatarins og hversu meltanlegur hann er.  Kúkur hundsins ætti að vera brúnn, stinnur og í laginu eins og pylsa.  Piss ætti að vera með ljósan gulan lit og ekki skýjað. 

Þyngd

Ræktandinn eða dýralæknirinn ætti að geta upplýst um hver sé rétt þyngd fyrir hvolpinn af þeirri tegund sem hann er.  Hafið samt ávallt í huga að þetta eru leiðbeiningar.  Eins og með okkur mannfólkið þá þurfa ekki allir það sama.

Vöðvabygging

Eins og er með okkur, þá er vöðvabygging mismunandi og byggist á gæðum og meltanleika þeirra prótína sem neytt er.

Sem stolur eigandi hvolps muntu vilja það besta fyrir hann.  Það er margt sem taka þarf tillit til, svo sem þjálfun, heilsa, æfing, snyrting og svo auðvitað mataræðið.

Ég er nýbúinn að fá hvolp.  Hvað geri ég núna?

Fyrsta árið er mjög mikilvægur tími fyrir líkmlegan og andlegan þroska hvolpsins.  Það er margt sem hefur áhrif á góðan heilbrigðan þroska - eitt af því er mataræðið.  Barking Heads leggur mikla áherslu á heilbrigt mataræði, sem er sérstaklega mikilvægt á fyrstu árum lífsins og heldur áfram að vera það fram á elliárin.

puppy cuddling a toy bear

Ormahreinsun

Hvolpar ættu að hafa verið ormahreinsaðir oftar en einu sinn þegar þeir fara á nýtt heimili.  Dýralæknirinn þinn gefur leiðbeiningar um þörf á frekari ormahreinsun.  Ummerki um orma geta verið, tíðar lausar hægðir, stífur kviður, lélegur feldur, þrífst ekki.

Bólusetningar

Ef þú lætur dýralækninn þinn vita hvaða dag þú sækir hvolpinn og hvað hann er þá gamall, þá færðu að vita hvenær þú átt að koma með hvolpinn í eftirlit og bólusetningu.  Það er ráðlegt að fá ekki margar heimsóknir áður en hvolpar eru bólusettir og það ætti alls ekki að fara með þá út úr húsi fyrr en bólusetningum er lokið.

Flær/Mítlar

Nauðsynlegt kann að vera að meðhöndla hvolpa gegn flóm eða mítlum áður en þeir fara á nýtt heimili.  Dýralæknirinn getur ráðlagt um meðhöndlun þar sem ekki má nota hvaða efni sem er á hvolpa.  Merki um fló eða mítil er klór og að hvolparnir reyna bíta sig.  Mítill er kringlulaga og á stærð við baun.  Þeir festa sig við dýrin og sjúga blóð og detta síðan af.  Mítlar eru algengir í kringum andlit, á brjóstkassa og fótum, en þeir koma sér líka fyrir á öðrum stöðum.  Ef þú finnur mítil, ekki reyna að draga hann út því það getur orðið til þess að höfuð hans getur orðið eftir undir húðinn og valdið sýkingu.  Það er best að nota mítlatangir til að ná þeim örugglega burt. 

Magavesen

Of stórir matarskammtar, nýtt eða óvenjulegt mataræði, stress, ófullnægjandi næring og alls konar smitsjúkdómar geta orsakað niðurgang eða linar hægðir.  Ef hvolpurinn virðist glaður og hress þrátt fyrir linar hægðir eða smá niðurgang, þá ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur.  Ef hvolpurinn er slappur, lystarlaus, kastar upp eða það finnst blóð í hægðum, þá er ástæða til að hafa samband við dýralækni strax.

Tanntaka

Mjólkurtennur myndast við 3-4 vikna aldur og hvolpurinn mun hafa 28 tennur samtals.  Þeir byrja svo að missa mjólkurtennurnar og nýjar myndast í 12-20 viku.  Meðan á tannskiptum stendur getur komið fyrir að hvolpurinn vilji láta lítið fyrir sér fara.  Stundum missa þeir áhugann á mat.  Þeir vilja naga meira til að róa góminn.  Það hjálpar að láta þá hafa sérstök leikföng sem henta þessu ástandi.  Sum leikföng má frysta til að kæla viðkvæma góma. Fullorðinstennur eru 42 talsins.

Pissað & Kúkað


Húsþjálfun hvolpa getur gengið vel ef allir í fjölskyldunni eru samstíga og fara eftir sömu reglum.  Hvolpar þurfa oftast að pissa þegar þegar þeir vakna, eftir mat og oft þegar verið er að leika við þá.  Þeir hafa litla blöðru og þurfa því að pissa oft.  Með því að fara með hvolpinn á þann stað þar sem þú vilt að hann pissi og hrósa honum duglega þegar þeir hafa lokið sér af, mun hvolpurinn skilja til hvers er ætlast af honum.  Hvolpar kúka yfirleitt alltaf eftir máltíðir.  Þú þarft að fylgjast með þessu svo þú getir farið út með hvolpinn strax og muna að hrósa!  
Flestir hvolpar eru orðnir húshreinir yfir daginn og að hluta til að nóttu við 4 mánaða aldur.  6 mánaða má gera ráð fyrir að hvolpur sé orðinn 99% húshreinn, en alltaf geta skeð óhöpp.  Hafa ber í huga að sumir hvolpar þurfa lengri tíma.  Sýndu þolinmæði og umhyggju á þjálfunartímanum.

Útivist

Rétt er að hafa í huga að hvolpar þurfa að vera bólusettir áður en þeir fara útaf heimilinu, eða fara í göngutúra.  Dýrlæknirinn gefur þér ráð um hvenær má fara með hvolpinn út í göngu eða heimsóknir eftir bólusetningu.  Fyrstu göngutúrar ættu að vera stuttir og rólegir.  Ungir hvolpar geta ekki farið í langa göngu eins og fullorðinn hundur getur.  Með aldri og auknum þroska hvolpsins má lengja göngutúrana, rólega.  Vöðvar og bein eru að þroskast og það ætti ekki að leggja mikið álag á hvolpana þegar þeir eru ungir.  Það er alltaf gott að leita ráðlegginga um hreyfingu hjá ræktanda sem þekkir tegundina vel.  Mundu að þegar heitt er í veðri er ekki ráðlegt að hamast í leikjum eða löngum göngutúrum.  Til framtíðar skal hafa í huga að lengd göngutúra þurfa að taka mið af aldri hundsins og getu. 

Heima


Hvolpurinn þarf að eiga sitt athvarf á heimilinu þar sem hann getur hvílst og sofið í ró og næði.  Ungir hvolpar þreytast fljótt og hafa þörf fyrir hvíld til að hlaða batteríin.  Börn á heimilinu þurfa að læra að taka tillit til þessa.  Þau ættu ekki að vera að vekja hvolpinn eða fara í leiki við hann þegar hann tekur hvíldina sína.  Verið alltaf vakandi fyrir því að skilja hvolpinn aldrei eftir eftirlitslausan. 
Fylgist vel með.:
Garðinum - sumar plöntur geta verið þeim hættulegar
Inni á heimilinu - rafmagnssnúrur, barnaleikföng
Baðherbergi og Eldhús - hreinsunarvörur - snyrtivörur
Gætið þess að þeir komi sér ekki í hættu í opnum stigum eða annars staðar þar sem þeir gætu dottið
Önnur dýr - passið hvolpinn innan um önnur dýr.  Hafið í huga að köttur sem dæmi getur hæglega meitt hvolpinn illa

Þjálfun (Að vera góður og Líta vel út)  

Þjálfun er nauðsynlegur þáttur í hundahaldi.  Kenna þarf hvolpum góða hegðun innan um fólk og aðra hunda.  Skipanir eins og sittu, vertu kyrr, að ganga við hæl í taumgöngu og að haga sér vel hjá hundasnyrtinum, þarf að lærast.  Allir hvolpar þurfa tíma til að læra og skilja til hvers við ætlumst af þeim.  Því er þolinmæði og umhyggja nauðsynleg.  Verið ákveðin en mild í skipunum ykkar og umgengni, svo þeir læri að skilja betur.  Ekki búast við of miklu af ungum hvolpum og ekki ætlast til að þeir læri allt fljótt og vel.  Jákvæð þjálfun er eina aðferðin sem ætti að nota, sem sagt hrósa og verðlauna, ekki refsa.  Nauðsynlegt er að umhverfisþjálfa hvolpinn og leyfa honum að kynnast fólki, öðrum dýrum, bílum, alls konar hávaða og umhverfishljóðum, en gerið þetta í rólegheitum yfir dálítinn tíma.  Einnig er gott að fara með hvolpa í hvolpaskóla því þar læra bæði þeir og þú ýmislegt sem nýtist í framtíð ykkar beggja.