Sagan okkar

Barking Heads & Meowing Heads var stofnað 2008, þegar þrír vinnufélagar, sem störfuðu fyrir lítið fóðurfyrirtæki misstu vinnuna, þegar það fyrirtæki var keypt og sameinað öðru stærra fyrirtæki, sem líka framleiðir súkkulaði.

Sem betur fer fyrir hunda- og kattaeigendur um allan heim, þá lögðust þeir félagar ekki í þunglyndi yfir atvinnumissinum.  Þess í stað ákváðu þeir "í anda Richard Branson" að stofna sitt eigið fóðurfyrirtæki og framleiða hágæða hunda- og kattamat, sem væri hlaðinn af náttúrulegum innihaldsefnum.   

barking heads logo
top-grain “Eureka!” they all said in unison. “What a great idea!” they all went on – amazingly still in unison. Untitled-6
barking heads and meowing heads packs

Þeir þróuðu stóra hágæða, bragðgóða og heilsusamlega línu af hunda- og kattamat.  Fóðurlínu sem stendur uppúr hvað varðar gæði. 

Útkoman heitir Barking Heads & Meowing Heads eins og við þekkjum línuna í dag.  

Markmiðið var sett 2008 - að gefa öllum hundum og köttum færi á að lifa betra og heilsusamlegra lífi með því að framleiða fóður sem er náttúrulegt, bragðgott og án aukaefna. 

Barking Heads & Meowing Heads – Allt sem þú þarft til að fóðra hamingjusama hunda og ketti.