Innihald

Hvað fer í matinn okkar?

Sem mikilvægur hluti fjölskyldunnar, þá eiga hundarnir okkar og kisurnar okkar skilið að vera hamingjusöm og heilbrigð.  Þess vegna búum við til "top-notch" mat fyrir hunda og ketti.  Við notum eingöngu hágæða hráefni, kjöt, fisk, grænmeti, lækningajurtir og fitusýrur, ásamt náttúrulegum vítamínum og steinefnum. 
Við framleiðsluna á Barking Heads og Meowing Heads, þá tryggjum við að innihaldið sé aukaefnalaust og án rotvarnarefna.

100% free run chicken icon

Kjúklingur

Ferskur lausagöngu kjúklingur er frábær uppspretta góðs prótíns sem hentar vel í viðkvæma maga ásamt því að vera mjög, mjög bragðgott

 

100% grass fed beef icon

Nautakjöt

Ferskt nautakjöt er frábær uppspretta hágæða prótíns og það er auðmeltanlegt og mjög bragðgott

 

100% grass fed lamb icon

Lambakjöt

Frábært uppspretta prótíns sem tikkar í boxið fyrir gljáa í feldi, heilbrigði húðar og liðamóta

 

100% Scottish salmon icon

Lax

Frábært prótín sem er pakkað af amínó fitusýrum sem styðja við heilbrigði, orku og úthald 

 

100% free run turkey icon

Kalkúnn

Hágæða prótín sem er auðmeltanlegt, næringarlega vel samsett og einstaklega bragðgott

 

100% free run duck icon

Önd

Andarkjöt er bragðgott, auðmeltanlegt prótín sem dregur úr myndun tannsýklu og er ríkt af Omega 3&6 fitusýrum fyrir heilbrigðan og glansandi feld

 

100% tuna icon

Túnfiskur

Frábær uppspretta fitusýra og góðra næringarefna sem styðja við heilbrigði hjarta og heilastarfsemi

 

100% trout icon

Silungur

Rík uppspretta góðs prótíns sem styður við heilbrigði húðar og gefur mýkt í feld

 

100% sardines icon

Sardínur

Inniheldur næringarefni sem styrkja náttúrulegar varnir líkamans 

 

brown rice

Brún hrísgrjón

Innihalda flókin kolvetni auk ríkulegs magns af trefjum, vítamínum og steinefnum 

 

ground oats

Malaðir hafrar

Hafrar búa yfir mörgum eiginleikum.  Þeir nýtast líffærum og auka meltingu ásamt því að lækka kólesteról

 

potatoes

Kartöflur

Eru góð uppspretta einfaldra kolvetna og gefa aukna orku við hreyfingu

 

sweet potatoes

Sætar kartöflur

Eru ríkar af andoxunarefnum ásamt bólgueyðandi næringarefnum.  Þær hækka ekki blóðsykurinn og vinna gegn bólgum

 

tomatoes

Tómatar

Eru ríkir af A og C vítamínum og innihalda hátt hlutfall líkópens

carrots

Gulrætur

Eru ríkar af andoxunarefnum og hafa hátt hlutfall vítamína. Auk þess er í gul­rót­um A, B- og C-víta­mín ásamt mik­il­væg­um steinefn­um eins og kalí, kalki, járni og fos­fór

 

sunflower

Sólblómaolía

Er lág í mettaðri fitu og inniheldur fitusýrur sem hafa góð áhrif á húð og feld.  Viðheldur raka í húð og feldi.

 

seeds

Hörfræ

Bragðgóð og mjög rík af Omega6, Omega3 og DHA fyrir heilbrigðan þroska heilans

 

bottle of pills

DHA

Docosahexaenoic acid er mik­il­vægt bygg­ing­ar­efni fyr­ir heila og sjón­himnu augna

 

cranberries

Trönuber

Rík af vítamínum (A, B1, B2 and C) og hefur góð áhrif á heilbrigði þvagfæra ásamt því að draga úr líkum á myndun þvagfærasýkinga 

 

bottle of pills

MSM

Er mikilvægt fyrir framleiðslu kollagens og brjóskmyndun og hjálpar til við að viðhalda heilbrigði og vellíðan í liðum og vöðvum. Er  mikilvægt fyrir heilbrigða húð, neglur og fallegan feld.

 

bottle of pills

Glúkósamín

Glúkósamín er mikilvægt byggingarefni fyrir myndun brjósks í liðamótum, gerir þau sveigjanleg og hefur bólgueyðandi virkni

 

Bygg Inniheldur hátt hlutfall beta-glúkana sem lækka kólesteról í blóði, andoxunarefni og styrkir ónæmiskerfið. Gott fyrir viðkvæma maga og fyrir starfsemi ristilsins
Egg Góð uppspretta prótíns, vítamína og steinefna
Baunir Rík uppspretta kolvetna og trefja
Linsubaunir Linsubaunir eru prótínríkar og þær eru basískar, þannig að þær valda ekki vindgangi og eru því frábærar fyrir viðkvæma maga 
Refasmári Eða "alfalfa" eru frábær uppspretta járns, magnesíum, vítamína A, C og E (ásamt nokkrum B) einnig eru þær hágæða trefjar
Mjöl Við notum mjöl sem er hæft til manneldis í hundakexin okkar!
Kondrótín Dregur úr sliti og bólgu í liðum og viðheldur náttúrulegri myndun brjósks í liðum
Góðgerlar FOS Ávaxtafásykrur sem viðhalda heilbrigði meltingarvegar
Góðgerlar MOS Mannófásykrur stuðla að jafnvægi baktería í þörmum og hafa bæði bein og óbein áhrif á heilbrigði meltingarvegarins
Tárín Tárín gerir lifrinni kleift að nýmynda gallsölt. Stýrir einnig kalsíumflæði inn og út úr frumum og hefur áhrif á hjartastarfsemi
A-Vítamín Er mikilvægt fyrir heilbrigða sjón, einnig fyrir alla slímhúð jafnt í öndunarfærum, kynfærum og meltingarvegi
D3-Vítamín  Stuðlar að viðhaldi beina, tanna, vöðva og ónæmiskerfis. Eykur upptöku/nýtingu kalks og fosfórs
E-Vítamín Vinnur gegn líffræðilegum áhrifum sem hljótast af álagi. Verndar frumuhimnurnar og eykur varnir ónæmiskerfisins
Járn Nauðsynlegt fyrir myndun hemóglóbíns og fyrir myndun bandvefs í líkamanum
Sink Sink ásamt Omega-3 og vítamínum viðheldur heilbrigði húðar og felds
Mangan Er gott fyrir beinin þar sem þau viðhalda beinbyggingunni,  efnaskiptingunni og hjálpa að skapa ensím sem eru mikilvæg til þess að byggja upp beinin
Kopar Auðveldar upptöku járns í líkamanum og innlimun þess í blóðrauða. Hann gegnir líka hlutverki við nýmyndun kollagens í sinum og taugaslíðrum taugakerfisins
Joð Stuðlar að nýmyndun skjaldkirtilshormóna
Selenium Er snefil- og andoxunarefni sem ásamt E-vítamíni verndar frumuhimnur, sér í lagi í vöðvafrumum

NB: Við vonum að þessar stuttu skýringar komi að notum!