Hundamatur án kornmetis

"Grain Free" matur hefur náð vinsældum hjá okkur mannfólkinu, þar sem það er talið stuðla að betri meltingu og að draga úr bólgum í meltingarvegi.  Margir hundaeigendur eru núna að skipta yfir í kornmetislaust fóður fyrir hundana sína, þar sem talið er að það nálgist betur náttúrulegt mataræði þeirra.

happy puppy in a cardboard box

En hvað er korn?

Korn er náttúrulegt innihaldsefni sem finnst í mörgum mismunandi mat.  Þetta eru lítil, hörð fræ sem innihalda kolvetni og eru góð uppspretta orku og trefja.  Nokkrar algengar tegundir korns eru hrísgrjón, hveiti, bygg og maís. 

Hver er ávinningurinn af "grain free" mataræði?

Hér eru nokkrar ástæður sem skýra af hverju hundaeigendur skipta yfir í "grain free" fóður fyrir hundana sína:

 • Náttúrulegra - Margir hafa trú á að "grain free" fóður sé nær því sem kallast mætti náttúrulegur matur, þ.e svipað því sem hundur myndi finna sér til matar ef hann væri villtur.
 • Þéttari hægðir - Það hefur sýnt sig að hægðir hunda sem eru fóðraðir á "grain free" fóðri eru þéttari og að hundarnir þurfa að losa sig sjaldnar. 
 •  Frískari andardráttur - Hundar eru almennt með andremmu, en það má   bæta með breyttri fæðu. Fóður með háu innihald af korni byggir upp meiri tannsýklu, sem þýðir fleiri bakteríur sem lykta illa.  Sé "grain free" fóður notað verður nánast engin tannsýkla á tönnum, svo andremman verður miklu minni. 
 • Meiri orka - "Grain Free" fóður leyfir bruna orku yfir lengra tímabil. Þetta er vegna þess að það eru engin hvít kolvetni í fóðrinu. 


  Er "grain free" fóður betra fyrir hunda með ofnæmi?

  Margir hunda geta étið nánast hvað sem er og á markaðnum eru margar tegundir fóðurs sem innihalda kornmeti.  Þrátt fyrir þetta þá eru hundar sem búa við heilsufarsleg vandamál, eins og glúteinóþol eða langvarandi sjúkdóma í meltingarvegi.  Lausn fyrir þá getur verið að fá "grain free" fóður til að reyna að forðast að auka á vandamál þeirra.
  Svo eru líka sumir hundar sem hafa ofnæmi fyrir ákveðnum tegundum korns eða eiga í vandræðum með að melta það.  Því getur verið nauðsynlegt að reyna að forðast korn í fæðunni.  Ef þú hefur grun um ofnæmi hjá hundinum þínum sem gæti verið fóðurtengt, þá hafðu samráð við dýralækninn þinn um úrbætur.

  Barking Heads Grain Free - Fóðurlínan

  Barking Heads hefur í sinni fóðurlínu súper-bragðgott "grain free" fóður (if we say so ourselves!).  Við notum t.d. bragðgóðar sætar kartöflur í stað hrísgrjóna.
  Sjáðu hér fyrir neðan fóður tegundirnar okkar: