Þjónustustefna

 

Kynning

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Dýrabær ehf má breyta þessari stefnu þegar þörf krefur með því að uppfæra þessa síður.  Þú ættir að skoða þessa síðu af og til, svo þú sért ánægður með þær breytingar sem kunna að hafa verið gerðar.
Þessi þjónustustefna er virk frá og með 01.06.2019. 

Hver erum við?

Við erum Dýrabær, Hagasmára 1, 201 Kópavogi.  Síminn okkar er 511-2022. 

 

Hve lengi geymum við upplýsingar?

Fyrirspurnir þínar eru geymdar í kerfinu okkar á meðan fyrirspurnin er opin.  Þegar búið er að leysa úr henni, þá er henni eytt.
 

Meðferð persónuupplýsinga

Þegar þú kaupir vörur í vefverslun okkar þarftu að gefa upp kortaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að inna greiðslu af hendi og senda vörurnar til þín.
SJÁLFVIRK UPPLÝSINGASÖFNUN   
Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp, söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun. Þær sýna okkur líka hvað notendur skoða á síðunni okkar sem auðveldar okkur að gera hana enn þægilegri.
NETFÖNG   
Þegar þú skráir þig á póstlistann fer netfangið þitt á póstlista. Þú getur skráð þig af póstlistanum með því að smella á vefslóð í pósti sem sendur er á netfangið þitt.
HVERNIG MEÐHÖNDLUM VIÐ UPPLÝSINGAR UM ÞIG?   
Því sem þú deilir með okkur fer ekki lengra!  Við ábyrgjumst að selja aldrei persónuupplýsingar þínar til ótengdra aðila.
Stundum þurfum við á þjónustu utanaðkomandi aðila að halda, sem hjálpa okkur við að veita ákveðna þjónustu. Í einstaka tilvikum þarf að deila með þessum fyrirtækjum upplýsingum sem þau þurfa til að geta veitt okkur og á endanum viðskiptavinum okkar, þjónustu. Við þurfum t.d. að láta flutningsaðila fá heimilisfangið þitt, svo að hann geti sent vörurnar til þín.
Við takmörkum persónuupplýsingar sem slíkum fyrirtækjum er veitt og þeim er aðeins veittur aðgangur að persónuupplýsingum þínum í þeim tilgangi að veita slíka þjónustu.
Með því að gefa upp annað heimilisfang en þitt eigið, gengst þú við því að hafa til þess leyfi frá þeim sem veita á vörunni viðtöku.
Athugið: Greiðsluupplýsingar eru ætíð sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun.


Kvartanir

Ef þú hefur athugasemdir við hvernig við meðhöndlum gögnin þín, þá láttu okkur vita hér - barkingheads@barkingheads.is